Osso buco frá Önnu

Osso buco frá Önnu

Osso buco er ítalskur réttur, nánar tiltekið frá Mílanó. Þar er hann oft borinn fram með risotto alla milanese en góð kartöflumús hentar líka vel sem meðlæti.

 • 3 - 4 sneiðar af osso buco (beinið og mergurinn gerir gæfumuninn)
 • hveiti til að velta kjötinu upp úr
 • smjör og ólífuolía til að steikja upp úr
 • 1 laukur
 • nokkur hvítlauksrif (eftir smekk)
 • 1 stór gulrót
 • 1 bolli af þurru hvítvíni
 • 1 bolli af kjötsoði
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • salt og pipar

Veltið osso buco sneiðunum upp úr hveiti og brúnið á báðum hliðum í smjöri og ólífuolíu. Takið af pönnunni á meðan laukurinn og hvítlaukurinn eru mýktir. Setjið í pott ásamt gulrótum og hvítvíni og látið malla í tíu mínútur. Þá er tómötum og kjötsoði bætt í pottinn, saltað og piprað og soðið við vægan hita í um það bil eina og hálfa klukkustund. Ausið vökvanum yfir bitana annað slagið ef þörf krefur.

Gott er að bera réttinn fram með góðri kartöflumús og gremolata sem er reyndar alveg ómissandi. Gremolata er sáldrað yfir réttinn þegar henn er kominn á diskinn.

 • Hálfur til einn bolli söxuð steinselja
 • Marin hvítlaukur, 2-3 rif
 • Rifinn börkur af einni góðri sítónu