Nautalund að landnáms sið

Nautalund að landnáms sið (Sirrý Landnámssetrinu)
  • 500 gr nautalaund
  • 50 gr hrásykur
  • 50 gr Maldon-salt
  • Nýmalaður pipar
  • Ferskar íslenskar jurtir t.d. hvönn, hundasúra, blóðberg og graslaukur.
  • U.þ.b. 4 tappar af írsku brandy

Blandið saman sykri, salti og pipar og gerið að fínlegum salla í mortélli. Þekið kjötið með blöndinni, hafið lagið þunnt. Saxið kryddjurtir fínt og leggið blönduna yfir salt-og sykurlagið. Leggið lundina á plastfilmu áður en brandíi er hellt varlega yfir. Pakkið lundinni þétt í filmuna svo öruggt sé að ekkert leki í burtu.

Geymið í ísskáp í tvo sólarhringa. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og berið fram með sætu og sterku sinnepi. Skreytið með hundasúrublöðum og klettasalati. Réttinn má bera fram á marga vegu. Með honum er gott að borða íslensk ber: bláber, krækiber, risfsber eða bara þau ber sem hendi eru næst. Feitur ostur skemmir sjálfsagt ekki fyrir.