Nautahakksbollur

Nautahakksbollur
  • 500 gr nautahakk
  • 1 egg
  • 2 msk hveiti
  • 2 msk haframjöl
  • 4 msk Dala fetaostur í kryddolíu
  • Slatti af ferskri basillu

Öllu er blandað saman, fínt er að stappa ostinn aðeins með gaffli áður. Búnar til litlar bollur og steiktar á pönnu. Það er líka hægt að nota gráðost í staðinn fyrir fetaostinn.