Mexíkönsk nautahakksúpa
Mexíkönsk nautahakksúpa
Súpa fyrir 20 manns sem aðalréttur
- 1 kg nautahakk
- 5 laukar
- 10 gulrætur skornar í skífur
- 1 hvítlaukur
- 5 lítrar niðursoðnir tómatar
- 4 lítrar nautasoð
- 1 msk karríduft
- 1 msk cummin
- 1 tsk tabaskosósa
- 4 msk þurrkuð basilika
- 2 msk estragon
- 800 g rjómaostur
- 1 l matreiðslurjómi
- Salt og pipar eftir smekk
Hakkið steikt, piprað og saltað á pönnu. Smátt saxaður laukur og hvítlaukur svissað á pönnu og síðan er öllu nema rjómanum bætt við og látið malla í 40 mínútur. Rjómanum bætt í undir lokin ásamt dass af ást og umhyggju.
Þeir sem vilja hafa súpuna bragðmeiri skvera meira af kryddinu út í og verði ykkur að góðu!