Kjötsala

Við hjá Mýranauti seljum aðeins fyrsta flokks ungnautakjöt. Gripunum er slátrað í Sláturhúsinu á Hellu sem sér um að úrbeina og sérpakka kjötinu í neytendaumbúðir að óskum viðskiptavina okkar. 

1/4 SKROKKUR

Í ¼ af skrokk er 40–45 kg af kjöti. Þar af er rúmlega helmingurinn hakkað kjöt og restin steikur og gúllas. Í hverjum pakka eru eftirfarandi steikur sem allar eru merktar með nafni og þyngd: entrecote, sirloinsteik, lund, ribeye, innralæri, flatsteik og klumpur. Einnig er hægt að fá snitsel úr klumpnum og/eða flatsteikinni. Verð: 2.800 kr/kg

1/8 SKROKKUR

Í 1/8 af skrokk er 20 - 25 kg af kjöti. Skiptingin er sú sama og í 1/4  en lundin fylgir ekki með. Verð: 3.000 kr/kg

SKROKKUR MEÐ BEINI

Heill eða hálfur skrokka með beini. Verð: 1.600 kr/kg

FRÍ HEIMKEYRSLA: Við keyrum kjötið heim á höfuðborgarsvæðinu viðskiptavinum að kostnaðarlausu en annars sendum við hvert á land sem er.

Viðskiptavinir okkar ákveða sjálfir það magn af hakki og gúllasi sem fer í hverja pakkningu. Algengasta magn í hverja pakkningu er 500 gr en það fer að sjálfsögðu eftir fjölskyldustærð. Einnig er hægt að fá hamborgara gegn vægu aukagjaldi, þeir eru 115 gr að þyngd og er pakkað 5 saman í pakka. Lágmarkspöntun er 1/8 úr skrokk.

TILBOÐSPAKKAR

Við bjóðum upp á, tvennskonar heimilispakkatilboð og steikartilboð.

Tilboðspakki 1 = 10 kg á 25.000.- 6 kg hakk, 2 kg gúllas, 1 kg snitsel og 2 pk hamborgarar (10 stk).

Tilboðspakki 2 = 8 kg á 25.000.- 4 kg hakk, 1 kg gúllas, 1 kg snitsel og 2 kg steikur.

Steikarpakki = 5 kg á 25.000.- 5 kg blandaðar steikur og hamborgarar.

Pantanir sendast á myranaut@myranaut.is eða í síma 8687204.

LAMBAKJÖT

Við seljum líka lambakjöt í sláturtíðinni. Skrokkurinn er sagaður að óskum viðskiptavina. Lambaskrokkurinn skiptist í læri, hrygg, framhryggjasneiðar, súpukjöt og slög. Afhending í Reykjavík og Borgarnesi. Verðið á lambakjötinu er birt á haustin.

PANTANIR

Við tökum á móti pöntunum í síma, í gegnum netfang eða beint af vefnum okkar.