Gúllassúpa ala Óli Júl.
Gúllassúpa ala Óli Júl.
- f. 6 pers
- 700 gr nautagúllas
- 2 laukar
- 3 hvítlauksrif
- 3 msk olía til að steikja upp úr
Þetta er skorið niður í hæfilega bita og steikt í pottinum fyrst. Síðan er bætt í pottinn:
- 1 1/2 msk paprikudufti
- 1 1/2 l vatn
- 2 teninga kjötkrafti
- 1 tsk kúmen fræjum
- 1 tsk merian krydd
Þetta er látið sjóða saman í ca. 40 mín. Þá er bætt í pottinn niðurskornum:
- 700 gr kartöflum (8 meðal stórar)
- 2-3 gulrótum
- 2 paprikkum
- 4-5 tómötum eða 1 dós hökkuðum tómötum
Síðan er þetta látið sjóða áfram í 30 mín. Borið fram með góðu brauði.