Grill marinering

Grill marinering

Þú blandar saman ólífuolíu, rauðu balsamico og Nautakjötskryddinu Argentína í skál. Síðan tekur þú nautagúllas og setur í marineringuna í 4-5 tíma. Setur kjötið á grillpinna og svo beint á grillið. Þegar maður notar gúllaskjöt á þennan hátt verður maður að gera ráð fyrir að sumir bitarnir geta verið seigir. Marineringuna er einnig hægt að nota á stærri vöða s.s. klump, flatsteik, innan læri ofl. – svaka gott.