Gráðosta-hamborgarar Fanneyjar

Gráðosta-hamborgarar Fanneyjar
  • 800 gr nautahakk
  • 2 stk meðalstór chilli – saxa smátt
  • 1 laukur - saxa smátt
  • 1-2 bollar brauðrasp
  • Salt eftir smekk

Hnoða þetta vandlega saman og búa til hamborgarana (best að gera í höndunum). Síðan er setttu gráðostur, fæst niðurrifinn, á milli tveggja borgara og lokað vel á hliðunum til að osturinn leki ekki út við steikingu.

Skella þessu á grillið eða pönnuna og úr verða hinir ljúffengustu hamborgarar. Þeir sem vilja hafa þetta eitthvað bragðmeira geta t.d. bætt smá chillisósu í deigið eða hvaða kryddi sem þeim finnst passa best.