Entrecode með rösti kartöflum

Entrecote með rösty og grilluðu grænkáli 
Mýranauts Entrecote
2 Stk bökunarkartöflur
Grænkál
Garðablóðberg og rósmarín
4 rif hvítlaukur
Salt og pipar
100g +/- smjör (því meira því betra)
Ólífuolia
Piparrót
Rifinn Parmesan-ostur, eftir smekk, aldrei of mikið
 
Entrecote:
Bara salt og pipar smá ólífiuolía. Við skárum kjötið í fallegar mátulega þykkar steikur. Grillað á óbeinum hita, þ.e. kolin bara öðru megin í grillinu og steikurnar lagðar þeim megin sem engin kol eru. 2-3 mínútur á hverri hlið og svo hvíldar í amk 5 mínútur áður en þetta er endurtekið þar til eldun er náð. Þegar steikurnar eru að verða tilbúnar eru þær settar á beinan hita yfir kolunum til að fá góða grill áferð. Toppað með rifinni piparrót. 
 
Rösti-kartöflur:
Tvær bökunar kartöflur rifnar i strimla (hægt að nota mandólin eða bara gróft rifjárn), salt, pipar, hvítlaukur og garðablóðberg/timjan eða einhverjar aðrar góðar kryddjurtir. Líka gott að setja parmesan ost. Þegar við erum búin að salta kartöflustrimlana leyfum við þeim að liggja aðeins, svo vatn losni úr kartöflunum og síðan kreistum við vatnið úr þeim. Best er að skilja smjör og nota það til að steikja á meðalháum hita. Þegar allt er klárt, pannan heit og smjör komið í pönnuna þá setjum við strimlana þétt saman í pönnuna, pressum létt og leyfum þeim að steikjast. Það má alveg klára í ofninum. Ef þið eruð í vandræðum með að snúa kartöflukökunni, þá er gott að renna henni úr pönnunni yfir á disk og hvolfa henni síðan aftur í pönnuna. 
 
Grænkál:
Grænkálinu er pakkað í álpappír eða álbakka ásamt salti, pipar, hvítlauk og olífuolíu og sett á grillið. 
Verði ykkur að góðu, Guðmundur Pétursson