Gæða ungnautakjöt, slátrað aðeins í viðurkenndum sláturhúsum.
Íslensk framleiðsla með engum aukaefnum, beint frá býli.
Val um magn í pakkningar með snyrtilegum frágangi.
Tökum á móti pöntunum á vefnum og í síma 868-7204.

Nýjustu fréttir:

Lambakjöt19.Ágúst 2017

Við erum byrjuð að taka niður pantanir á lambakjöti. Skrokkarnir eru sagaðir að óskum viðskiptavina. Sama góða verðið og síðustu ár 1180.- kr/kg Allar upplýsingar eru hér á síðunni. Pantanir þurfa að berast fyrir 1. október.

Alltaf til nóg af nautakjöti6.Ágúst 2017

Nú eru nautin komin út og farinn að gera gagn hjá kúm og kvígum. Heyskapur rúmlega hálfnaður. Alltaf nóg að gera í sveitinni.

Við eigum nóg af gæða nautakjöti til afhendingar vikulega. Allar upplýsingar hér á síðunni.  Það er líka hægt að fá Mýranaut í Ljómalind.

Eftirtaldir veitingastaðir eru með Mýranaut á matseðlinum. Ok bistroBorgarnesi, Landnámssetur Borgarnesi og Grábrók -Hreðavatnsskáli.

Sveitamarkður í Nesi Reykholti23.Júní 2017

Við hjá Mýranauti ætlum að vera með okkar gæða nautakjöt á sveitamarkaðinum í Nesi Reykholtsdal á morgun laugardaginn 24.  júní. Markaðurinn verður opinn frá kl. 13 - 17. Við hlökkum til að sjá ykkur.