Gæða ungnautakjöt, slátrað aðeins í viðurkenndum sláturhúsum.
Íslensk framleiðsla með engum aukaefnum, beint frá býli.
Val um magn í pakkningar með snyrtilegum frágangi.
Tökum á móti pöntunum á vefnum og í síma 868-7204.

Nýjustu fréttir:

Páskasteikin7.Apríl 2017

Dagana 7.-9. apríl verður afsláttur á útvöldum steikum í Ljómalind sveitamarkaði í Borgarnesi. Þar er alltaf hægt að fá ferskt nautakjöt frá Mýranauti.

Við afgreiðum líka vikulega 1/8, 1/4 eða meira beint í frystinn.

Nýjar myndir5.Apríl 2017

Ábúendur á Leirulæk fóru til Þýskalands í lok mars. Við skoðuðum Fendt og Claas verksmiðjurnar og fórum í heimsókn á tvo bóndabæi.

Á báðum þessum bæjum var verið að vinna úr eigin framleiðslu og selja á staðnum. Eins voru gistiheimili og veitingastaðir á bæjunum þar sem framleiðslan var líka notuð.

Matarmarkaður Búrsins í Hörpu15.Mars 2017

Mýranaut verður á Matarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina 18. og 19. mars. Það verður hægt að kaupa steikur, hakk, gúllas, snitsel, hamborgara og grafinn nautavöðva.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Ps. næsta afhending á fersku kjöti er 29. mars. Eigum frosið til afhendingar strax.